EPS skilmálar og skilyrði                                                       Síðast breytt: 10. september 2018

LESTU ÞESSA SKILMÁLA OG SKILYRÐI VEL ÞAR SEM ÞEIR INNIHALDA MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM TAKMARKANIR Á SKAÐABÓTAÁBYRGÐ OG ÚRLAUSN ÁGREININGSMÁLA

EPS SKILMÁLAR OG SKILYRÐI

Við reyndum að hafa þessa notkunarskilmála (Skilmálarnir) eins auðskiljanlega og við gátum með því að hafa þá á einfaldri íslensku. Til þess að auðvelda þér lesturinn gefum við stundum upp skilgreiningar. Þegar skilgreining er notuð í fyrsta sinn er hún auðkennd með feitletrun. Ef við notum hana aftur í þessum Skilmálum verður hún með stórum staf (nema hún vísi í við, okkur eða okkar eða þú eða þitt/þinn/þín). Í þessum Skilmálum er merking eftirfarandi orða sem hér segir:

Tengd fyrirtæki merkir eitthvert af tengdum markaðsfyrirtækjum, þ.m.t. þau sem þú hefur ef til vill bókað í gegnum;

Þjónustufulltrúi merkir (i) þjónustufulltrúi frá okkur eða einhverjum af Samstæðufélögum okkar; eða (ii) þjónustufulltrúi frá Tengdu fyrirtæki (þ.m.t. allir einstaklingar sem koma fram fyrir þeirra hönd); eða (iii) einstaklingar sem koma fram sem þjónustufulltrúar fyrir hönd okkar eða Samstæðufélaga okkar;

Bókun merkir hótelpöntun;

Samstæðufélagi merkir lögaðila sem, beint eða óbeint, í gegnum einn eða fleiri milliliði, stýrir eða er stýrt af, eða er undir sameiginlegri stjórn ásamt okkur, þ.m.t. Travelscape LLC (einkahlutafélag í Nevada), Vacationspot, SL (skráð félag á Spáni) og Travel Partner Exchange S.L. (skráð félag á Spáni);

Hótelpantanir merkir pantanir á gistingu, þ.m.t. þegar hún er hluti af pakka, sem við og Samstæðufélagar okkar bjóðum við og við; og

við, okkur, okkar merkir EAN.com L.P, samlagsfélag í Delaware;

þú, þitt/þinn/þín merkir viðskiptavininn, hvort sem hann er einstaklingur eða fyrirtæki, sem flettir í upplýsingum okkar eða leggur inn Hótelpantanir.

Skilmálarnir kveða á um það samkvæmt hvaða skilmálum þú mátt:

  • skoða upplýsingar um Hótelpantanir ( Upplýsingarnar okkar) sem við og Samstæðufélagar okkar veitum Tengdum fyrirtækjum okkar og Þjónustufulltrúum um Hótelpantanirnar; og
  • gera Bókun.

Lestu þessa Skilmála vandlega áður en þú byrjar að fletta í Upplýsingunum okkar eða gera Bókun. Við mælum með því að þú prentir út eintak af þessum Skilmálum til að geta haft þá til hliðsjónar síðar.

Með því að fletta í Upplýsingunum okkar og/eða gera Bókun staðfestir þú að þú samþykkir þessa Skilmála og fallist á að fylgja þeim. Ef þú samþykkir ekki þessa Skilmála máttu ekki nota Upplýsingarnar okkar, hafa samband við Þjónustufulltrúa okkar eða gera neinar Bókanir.

AÐRIR SKILMÁLAR SEM EIGA VIÐ

Þessir Skilmálar vísa einnig til frekari reglna og takmarkana, þ.m.t. stefnu þeirra sem veita Hótelpantanir varðandi afpöntun(Reglna) sem getur átt við um Bókun þína. Þessar Reglur verða þér aðgengilegar áður en þú lýkur við Bókunina og Bókunin lýtur Reglunum eins og þær eru settar fram á bókunarsíðunni. Lestu Reglurnar vandlega. Ef þú ert að gera Bókun fyrir hönd einhverra annarra einstaklinga berð þú ábyrgð á því að vekja athygli þeirra á þessum Reglum og gera þeim ljóst að þeir séu bundnir af þeim.

Við áskiljum okkur rétt, eftir eigin ákvörðunum, að hafna aðgengi að Upplýsingunum okkar og Hótelpöntunum, hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er, þar með talið, en ekki einskorðað við, vegna brota gegn þessum Skilmálum.

BREYTINGAR Á ÞESSUM SKILMÁLUM

Við getum endurskoðað þessa Skilmála hvenær sem er með breytingum á þessari síðu og birtum uppfærða útgáfu á netinu við og við.

Skoðaðu þessa vefsíðu í hvert sinn sem þú gerir Bókun til að sjá þær breytingar sem hafa verið gerðar þar sem þær eru bindandi fyrir þig í öllum málum að undanskildum þeim Bókunum sem voru gerðar áður en síðasta breyting var gerð (sjá uppi í hægra horni). Skilmálarnir sem áttu við á þeim tíma sem Bókunin var gerð munu áfram eiga við þá Bókun. 

TILGANGUR UPPLÝSINGANNA OKKAR

Upplýsingarnar okkar eru veittar eingöngu í því skyni að hjálpa þér að safna saman ferðaupplýsingum, ákvarða framboð á Hótelpöntunum, gera lögmætar Bókanir eða hafa önnur samskipti við Þjónustufulltrúa okkar.

Þú mátt ekki nota Upplýsingarnar okkar í öðru skyni nema fyrir liggi skriflegt samþykki okkar.

SKILYRÐI FYRIR BÓKUN

Sem skilyrði fyrir Bókun ábyrgist þú að:

  • þú sért að minnsta kosti 18 ára;
  • þú hafir heimild til að stofna til lagalega bindandi samnings við okkur og viðeigandi veitanda Hótelpantana;
  • þú munir aðeins gera Bókanir fyrir þig eða fyrir aðra einstaklinga sem þú hefur heimild til að gera slíkar Bókanir fyrir (Aðrir einstaklingar);
  • þú munir vekja athygli slíkra Annarra einstaklinga á þessum Skilmálum (sem við uppfærum við og við) og öðrum skilmálum sem eiga við Bókun;
  • allar upplýsingar sem þú gefur upp (þ.m.t. allar upplýsingar sem gefnar eru upp fyrir hönd Annarra einstaklinga) vegna Bókunar séu réttar, nákvæmar og nýjar; og
  • að þú munir fylgja Stefnu okkar um viðunandi notkun sem fram kemur hér fyrir neðan.
  • nota Upplýsingarnar okkar í hagnaðarskyni af neinu tagi;
  • gera neinar Bókanir sem byggjast á spá eða eru falskar eða sviksamar eða neinar Bókanir sem er ætlað að svara eftirspurn;
  • skoða, fylgjast með eða afrita neitt af Upplýsingunum okkar með þjarki, könguló, sköfu eða nokkrum öðrum sjálfvirkum hætti eða með neinni handvirkri aðferð í neinu skyni nema fyrir liggi skriflegt samþykki okkar;
  • brjóta gegn takmörkunum í nokkrum hausum sem útiloka þjarka í Upplýsingunum okkar eða sneiða hjá eða fara í kringum önnur úrræði sem ætlað er að koma í veg fyrir eða takmarka aðgang að Upplýsingunum okkar;
  • framkvæma neitt sem setur, eða kann að setja, samkvæmt okkar mati, ósanngjarnt eða óhóflega mikið álag á innviði okkar;
  • djúptengja á neinn hluta af Upplýsingunum okkar (þar með talið, án takmarkana, kaupslóð fyrir nokkrar ferðavörur) í neinu skyni nema fyrir liggi skriflegt samþykki okkar;
  • „ramma“, „spegla“ eða með öðrum hætti fella nokkurn hluta Upplýsinganna okkar inn í nokkra aðra vefsíðu án þess að fyrir liggi skriflegt samþykki okkar.

STEFNA UM VIÐUNANDI NOTKUN

Þegar þú notar Upplýsingarnar okkar samþykkirðu að þú munir ekki:

TENGLAR ÞRIÐJU AÐILA

Upplýsingarnar okkar geta innihaldið tengla á aðrar síður og lausnir frá þriðju aðilum. Slíkir tenglar eru eingöngu í upplýsingaskyni og gefa ekki til kynna neinn stuðning við efnið sem slíkar síður eða úrræði innihalda.

Við höfum enga stjórn á innihaldi slíkra síðna eða lausna. Einkum berum við ekki ábyrgð á persónuvernd eða öðru atferli á slíkum síðum.

GREIÐSLA FYRIR BÓKUNINA

Með því að senda okkur beiðni um Hótelpöntun heimilar þú okkur eða einum af Samstæðufélögum okkar að leggja inn Hótelpantanir fyrir þína hönd.

Tímasetning greiðslu fyrir bókun veltur á því hvort þú greiðir fyrirfram fyrir hótelpöntunina (fyrirframgreidd bókun) eða ekki, en þú færð áminningu um slíkt áður en þú lýkur við bókunina. 

Athugaðu að skattar og gjöld eru ekki þau sömu í greiðslukostunum tveimur. Skattar og gengi gjaldmiðla getur breyst á tímanum frá því að Bókunin er gerð og þangað til Hótelpöntunin er notuð.

Afsláttarmiðar geta verið í boði en þeir lúta ávallt sínum eigin skilmálum og skilyrðum. Ef þú vilt nota afsláttarmiða er það eingöngu hægt með Fyrirframgreiddar bókanir

Fyrirframgreiddar bókanir („greiða núna“)

Fyrirframgreiddar bókanir eru Bókanir sem þú greiðir fyrir þegar þú gerir þær. Þú heimilar okkur að gera Bókunina fyrir fullt pöntunarverð, sem felur í sér það verð fyrir Hótelpöntun sem Tengt fyrirtæki birtir, auk allra aukalegra endurheimtugjalda skatta, skatta, þjónustugjalda og viðeiganda skatta á þjónustu okkar og aukalegra bókunargjalda sem Tengt fyrirtæki innheimtir sérstaklega.

Ef fyrirframgreiðslu er krafist eða þú kýst að greiða þegar Bókunin er gerð mun (1) Travel Partner Exchange S.L. fyrir hönd eins af meðlimum samstæðu okkar og/eða fyrir hönd þess sem veitir Hótelpöntunina, (2) ferðaþjónustufyrirtækið sjálft, eða (3) Tengt félag fyrir hönd okkar eða Samstæðufélags skuldfæra heildarupphæðina af kreditkorti þínu

 

Greiða síðar

Ef fyrirframgreiðslu er ekki krafist fyrir Bókunina geturðu kosið að greiða þegar þú notar Hótelpöntunina.

Ef þú velur kostinn „greiða síðar“ mun söluaðili Hótelpöntunarinnar innheimta greiðslu fyrir Hótelpöntunina í gjaldmiðli viðkomandi lands þegar þú notar Hótelpöntunina.

Viðbótarupplýsingar

Sumir bankar og kortafyrirtæki rukka reikningshafa sína um færslugjald þegar kortaútgefandi og staðsetning söluaðila (eins og skilgreint er af kortafyrirtækinu, t.d. Visa, MasterCard, American Express) eru í mismunandi löndum. Gengi gjaldmiðla, ef það á við, og öll færslugjöld eru ákvörðuð einhliða af bankanum eða annarri stofnun sem vinnur úr færslunni. Þessi gjöld kunna að vera lögð á af útgefanda kortsins sem gjaldfærsla á reikning kortahafa. Þegar kortafyrirtækið setur gjöldin verða þau skráð aðskilið frá færsluupphæðinni á kredit- eða debetkortayfirlit. Það þýðir að upphæðin sem fram kemur á kortayfirlitinu geti verið frábrugðin upphæðinni sem birtist á samantektarsíðu fyrir pöntunina í Upplýsingunum okkar. Vinsamlegast hafðu samband við bankann þinn ef þú ert með einhverjar spurningar um þessi gjöld eða gengið sem notað var á bókun þína.

Sumir söluaðilar gistingar geta farið fram á að þú og/eða aðrir einstaklingar leggi fram kreditkort eða innborgun í reiðufé við innritun sem tryggingu fyrir viðbótarkostnaði sem upp kemur við dvöl þína.  Slíkar inngreiðslur eru ótengdar greiðslum sem við tökum við fyrir bókunina. 

AFBÓKUN EÐA BREYTINGAR Á BÓKUNINNI

Reglurnar munu kveða á um viðeigandi afbókunartímabil sem þú hefur til þess að afpanta eða breyta Bókuninni (Afbókunartímabilið). Í einstökum tilvikum er ekki hægt að breyta eða afbóka sumar Bókanir þegar þær hafa verið gerðar og er það þá tilgreint í afbókunarstefnu hótelsins.

Ef það er heimilt geturðu afbókað eða breytt fyrirframgreiddri Bókun á Afbókunartímabilinu en þú þarft að greiða viðeigandi afbókunar- eða breytingargjald samkvæmt afbókunarstefnu hótelsins.

Ef þú hefur heimild til að afbóka eða breyta Bókuninni en gerir það ekki áður en Afbókunartímabilið er liðið þarftu að greiða afbókunargjald sem jafngildir viðeigandi næturgjaldi fyrir Hótelpöntunina, sköttum, endurheimtugjöldum skatta (eftir því sem við á), þjónustugjöldum og öllum viðbótarþjónustugjöldum sem Tengt fyrirtæki innheimtir (Afbókunargjaldið) hvort sem þú notar Hótelpöntunina eða ekki.

Ef þú mætir ekki fyrir fyrstu nótt Bókunarinnar en ætlar að innrita þig fyrir næstu nætur þarftu að staðfesta það við Tengt fyrirtæki eigi síðar en sama dag og fyrsta nótt pöntunarinnar er. Ef þú gerir það ekki getur Bókunin verið afturkölluð og þú getur þurft að greiða Afbókunargjaldið.

HÓPBÓKANIR

Athugaðu að við getum ekki ábyrgst pantanir á fleiri en átta herbergjum hjá neinum söluaðila gistingar á sömu dagsetningum (Hópbókun). Ef þú gerir Hópbókun á netinu getum við afturkallað slíka Hópbókun og krafið þig um það afbókunargjald sem Reglurnar kveða á um. Ef þú hefur greitt óendurkræfa innborgun vegna Hópbókunarinnar missir þú innborgunina.

SVIKSAMLEGAR BÓKANIR

Ef Bókun (þ.m.t. tengd greiðslukort) ber einhver merki um, eða er tengd við einhver ætluð svik, misnotkun eða grunsamlegar athafnir, getum við eða Tengt fyrirtæki afturkallað allar Bókanir sem tengjast nafni þínu eða netfangi.  Enn fremur getum við sannreynt (þ.e. sótt heimild fyrirfram) hvert það kreditkort sem notað er til að greiða fyrir Bókun.  Ef þú eða handhafi einhvers kreditkorts sem notað er við Bókun hefur lagt framið einhverjar sviksamlegar aðgerðir áskiljum við okkur rétt til að grípa til nauðsynlegra lagalegra úrræða og þú og/eða handhafi kortsins getur verið bótaskyldur vegna tjóns okkar eða Samstæðufélaga okkar, þ.m.t. vegna málskostnaðar og skaðabóta.  Ef þú vilt véfengja afturköllun Bókunar skaltu hafa samband við Tengda fyrirtækið.

PAKKAR

Ef þú hefur fengið Hótelpöntunina í tengslum við aðra ferðavöru (t.d. flug) (Pakki eða samtengd ferðatilhögun), ber það Tengda fyrirtæki sem veitti þér Pakkann eða fyrsta þáttinn í samtengdu ferðatilhöguninni ábyrgð á öllum breytingum eða ábyrgð í tengslum við Pakkann eða samtengdu ferðatilhögunina.

SKATTAR

Þú viðurkennir að, nema eins og kveðið er á um hér að neðan með tilliti til skattalegra skuldbindinga um þá upphæð sem við höldum eftir fyrir þjónustu okkar, við innheimtum ekki skatta til greiðslu til viðeigandi skattayfirvalda. Söluaðilar gistingar innheimta af okkur ákveðin gjöld, þ.m.t. skatta þar sem það á við. Söluaðilar gistingar bera ábyrgð á að greiða viðeigandi skatta til viðeigandi skattayfirvalda. Endurheimtugjöld skatta sem við innheimtum af þér vegna Fyrirframgreiddra bókana samanstanda af áætluðum sköttum (þ.e. sölu- og notkunarskatti, gistiskatti, herbergisskatti, vöruskatti, virðisaukaskatti o.s.frv.) sem við greiðum söluaðila gistingarinnar vegna skatta sem greiða skal fyrir leigu á herberginu. Skattskylda og viðeigandi skattprósenta er misjöfn eftir staðsetningu. Raunveruleg upphæð skatta sem við greiðum söluaðilum gistingar getur verið frábrugðin upphæð endurheimtugjalds skatta, allt eftir þeirri skattprósentu, skattskyldu o.s.frv. sem við á þegar þú í raun notar Hótelpöntunina.

Þú viðurkennir að við veitum þér þá þjónustu að sjá um bókun á Hótelpöntun fyrir þóknun. Við höldum eftir þjónustugjaldi sem þóknun fyrir þjónustu við Bókunina. Þjónustugjöld okkar eru misjöfn eftir fjölda og tegundum Hótelpantana. Söluskattur, notkunarskattur og/eða hótelgistingarskattur á svæðinu er lagður á upphæðina sem við innheimtum fyrir þjónustu okkar (þjónustugjald og/eða aðstoðargjald) í ákveðnum lögsögum. Raunveruleg upphæð skatta á þjónustu okkar getur verið ólík eftir gildandi skattprósentu þegar þú í raun notar Hótelpöntunina.

Þú viðurkennir að yfirvöld í ákveðnum löndum geti lagt á aukalegan söluskatt, notkunarskatt og/eða svæðisbundinn hótelgistingarskatt (t.d. ferðamannaskatt), sem þarf að greiða á hverju svæði. Þú berð fulla ábyrgð á greiðslu slíkra viðbótarskatta.

FERÐALÖG MILLI LANDA

Þú berð ábyrgð á að tryggja að þú uppfyllir öll viðeigandi inngönguskilyrði í erlent ríki og að ferðagögn þín, s.s. vegabréf og vegabréfsáritanir (vegna gegnumferðar, viðskipta, ferðamennsku eða af öðrum ástæðum) séu gild og að öllum öðrum skilyrðum fyrir inngöngu í erlent ríki séu uppfyllt.  

Með því að bjóða upp á Hótelpantanir á tilteknum erlendum áfangastöðum ábyrgjumst við ekki að ferðalög á slík svæði séu ráðleg eða hættulaus, og erum ekki bótaskyld vegna skemmda eða tjóns sem hlotist getur af ferðalögum til slíkra áfangastaða. Við ráðleggjum þér að kynna þér ráðleggingar heimalands þíns varðandi erlend ferðalög. 

FYRIRVARI

Við og Samstæðufélagar okkar munum gera eðlilegar ráðstafanir til að uppfæra Upplýsingarnar okkar og tryggja nákvæmni þeirra. Hins vegar eru það söluaðilar Hótelpantana sem veita Upplýsingarnar okkar. Í því felst:

  • að Upplýsingunum okkar getur verið breytt, þeim eytt eða bætt getur verið við þær hvenær sem er, þær geta verið ótiltækar eða tekið breytingum hvenær sem er án fyrirvara og án þess að við eða Samstæðufélagar okkar séu bótaskyldir vegna þess;
  • að við afsölum okkur allri bótaskyldu vegna nokkurra villna eða annarra rangfærslna sem tengjast Upplýsingunum okkar (þar með talið, án takmarkana, verð á Hótelpöntunum, myndir af hótelum, listar yfir aðbúnað á hótelum og almennar lýsingar á hótelum);
  • að tökum enga ábyrgð á framboði ákveðinna Hótelpantana; 
  • að við staðhæfum ekkert um nothæfi Upplýsinganna okkar í neinum tilgangi;
  • að hótelverð sem birtast í Upplýsingunum okkar eru aðeins ætluð sem almenn viðmið og að hvorki við né Samstæðufélagar okkar geti ábyrgst nákvæmni slíks verðs; 
  • að það að við bjóðum Hótelpöntun felur ekki í sér að við eða Samstæðufélagar okkar styðji eða mæli með slíkri Hótelpöntun;
  • að við afsölum okkur allri ábyrgð og öllum skilyrðum um að Upplýsingarnar okkar og þjónusta eða nokkur tölvupóstur sem við eða Samstæðufélagar okkar senda sé laus við vírusa eða aðra skaðvalda og að allar Upplýsingar okkar; og
  • þjónusta sé veitt „eins og hún er“ án ábyrgðar af nokkru tagi.

Við áskiljum okkur skýlaust rétt til að leiðrétta allar villur við verðlagningu og/eða Bókanir sem gerðar eru samkvæmt röngu verði. Ef til slíks kemur munum við, að því gefnu að það sé tiltækt, gefa þér færi á að halda Bókun þinni á breyttu verði eða þú getur afturkallað Bókunina án þess að greiða fyrir það.

ÁBYRGÐ OKKAR GAGNVART ÞÉR

Hótelin og aðrir söluaðilar sem sjá okkur fyrir Hótelpöntunum eru sjálfstæðir verktakar og ekki fulltrúar eða starfsmenn okkar eða Samstæðufélaga okkar.

Við og Samstæðufélagar okkar berum ekki ábyrgð á:

  • aðgerðum, villum, úrfellingum, loforðum, ábyrgðum, brotum eða vanrækslu af hálfu nokkurs Tengds fyrirtækis eða söluaðila Hótelpantana; eða
  • neinu líkamstjóni, dauða, eignatjóni eða öðru tjóni eða kostnaði sem af slíku hlýst. 

Hvorki við né Samstæðufélagar okkar berum nokkra ábyrgð og munum ekki endurgreiða ef um er að ræða:

  • töf;
  • afturköllun;
  • yfirbókun;
  • verkfall;
  • óviðráðanlegt atvik; eða
  • aðrar ástæður sem eru ekki á okkar valdi; 

og við berum enga ábyrgð vegna nokkurra viðbótarútgjalda, úrfellinga, tafa, breytinga á ferðaleið eða aðgerða nokkurra stjórnvalda eða yfirvalda. 

Að því marki sem viðeigandi lög leyfa skulu hvorki við né Samstæðufélagar okkar bera ábyrgð á neinu tjóni, hvort sem það er beint, óbeint, í refsiskyni, tilfallandi, sértækt, eða afleitt, sem hlýst af eða er með nokkrum hætti í tengslum við:

  • aðgang þinn að Upplýsingunum okkar; eða
  • töf eða brest á að þú getir notað Upplýsingarnar okkar (þar með talið, en ekki takmarkað við, tölvuvírusa, upplýsingar, hugbúnað, tengdar síður og Bókanir);

hvort sem það er vegna gáleysis, samnings, einkaréttar, hlutlægrar ábyrgðar, neytendaverndarlaga, eða annars, jafnvel þótt okkur eða Samstæðufélögum okkar hafi verið bent á möguleikann á slíku tjóni.

Ef, þrátt fyrir ofangreindar takmarkanir, við eða Samstæðufélag okkar reynist bótaskylt vegna nokkurs tjóns eða taps sem hlýst af eða með einhverjum hætti tengist einhverjum af þeim tilvikum sem að ofan er lýst, mun bótaskylda okkar eða Samstæðufélaga okkar undir engum kringumstæðum vera hærri í heild en því sem nemur:

  • Bókunargjaldinu sem þú greiddir okkur, Samstæðufélaga okkar eða Tengdu fyrirtæki í tengslum við viðkomandi Bókun; eða
  • eitt hundrað Bandaríkjadölum (US$100.00) eða samsvarandi upphæð í gjaldmiðli hvers lands.

Við útilokum ekki eða takmörkum með neinum hætti ábyrgð okkar vegna neins sem ekki er hægt að útiloka með viðeigandi lögum.

Takmörkun ábyrgðar endurspeglar dreifingu áhættu á milli þín og okkar.

Þær takmarkanir sem tilgreindar eru í þessum hluta munu standa og eiga við jafnvel þótt einhverjar takmarkaðar leiðréttingar sem tilgreindar eru í þessum Skilmálum teljist ekki hafa uppfyllt eiginlegt markmið sitt.

Þær takmarkanir á ábyrgð sem lýst er í þessum Skilmálum eru til hagsbóta fyrir okkur og Samstæðufélaga okkar.

SKAÐABÆTUR

Þú samþykkir að leysa okkur, Samstæðufélaga okkar og alla fulltrúa, stjórnendur, starfsmenn og útsendara þeirra undan öllum kröfum, málsóknum, innheimtum, tjóni, tapi, sektum eða öðrum kostnaði eða útgjöldum af nokkru tagi, þar með talið, en ekki takmarkað við, eðlileg gjöld fyrir lagalega þjónustu eða endurskoðun, af hálfu þriðju aðila vegna:

  • brots þíns gegn þessum Skilmálum;
  • brots þíns á einhverjum lögum eða réttindum þriðja aðila; eða
  • notkunar þinnar á Upplýsingunum okkar.

HUGVERKARÉTTINDI

Upplýsingarnar okkar (þar með talið, en ekki takmarkað við, verð og framboð á Hótelpöntunum) er eign okkar eða söluaðila og birgja okkar.

Þótt við samþykkjum að þú getir notað Upplýsingarnar okkar til að útbúa takmarkaðan fjölda eintaka af ferðaáætlun þinni og öðrum upplýsingum sem eiga við Bókun þína samþykkir þú að þú munir ekki með öðrum hætti breyta, afrita, dreifa, senda út, birta, flytja, endurgera, gefa út, fá leyfi fyrir, búa til afleidd verk af, færa eða selja eða endurselja nokkrar upplýsingar, hugbúnað, vörur eða þjónustu í tengslum við og/eða að Hótelpöntunum og Upplýsingunum okkar meðtöldum.

FYRIRVARAR UM HÖFUNDARRÉTT OG VÖRUMERKI

Allt innihald Upplýsinganna okkar er ©2018 Expedia, Inc. Öll réttindi áskilin. Expedia, Expedia Affiliate Network, EAN, Travelnow, Hotels.com, merki Expedia Affiliate Network, merki Travelnow og merki Hotels.com eru annaðhvort skrásett vörumerki eða vörumerki Expedia, Inc. í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum. Önnur fyrirtækjamerki, vöru- og fyrirtækjanöfn, sem hér er minnst á, eru hugsanlega vörumerki viðkomandi eigenda.  Við berum ekki ábyrgð á efni á vefsíðum sem reknar eru af þriðju aðilum.  

OpenStreetMap staðsetningargögn sem notuð eru í kortum eru (c) OpenStreetMap höfunda og tiltæk samkvæmt leyfi um opna gagnagrunna (ODBL).

Ef þú veist um brot á vörumerki okkar, vinsamlegast láttu okkar þá vita með því að senda okkur tölvupóst á hotline@expedia.com. Við svörum eingöngu skilaboðum varðandi brot á vörumerkjum í þessu netfangi.

VIÐEIGANDI LÖG

Íslensk lög gilda um þessa skilmála án tillits til lagaskilareglna. Þú samþykkir að íslenskir dómstólar hafi lögsögu til þess að taka fyrir og skera úr um allar deilur sem kunna að koma upp vegna viðskiptanna. Bókun er óheimil í lögsagnarumdæmum sem framfylgja ekki öllum ákvæðum þessa samnings, meðal annars, án takmarkana, þessari efnisgrein.

ÁGREININGUR

Við og Samstæðufélagar okkar tökum ánægju viðskiptavina alvarlega, svo ef upp kemur óánægja eða ágreiningur reynum við að leysa úr málinu. Ef það tekst ekki getur þú gert kröfur eins og útskýrt er í þessum hluta.

Þú samþykkir að gefa okkur tækifæri til að leysa ágreining eða kröfur sem með einhverjum hætti tengjast Upplýsingunum okkar, Bókunum, samskiptum við Þjónustufulltrúa, Hótelpöntunum eða nokkrum loforðum af okkar hálfu (Kröfur) með því að hafa samband við okkur í gegnum samskiptaleiðir við þjónustuver sem voru gefnar upp þegar þú bókaðir. Takist okkur ekki að leysa úr Kröfum þínum innan 60 daga getur þú sóst eftir bótum fyrir gerðardómi eða dómstóli fyrir smærri deilumál.

 

Allar málsmeðferðir til úrlausnar á bótakröfum verða haldnar á einstaklingsgrundvelli og ekki með hópmálsókn, sameiginlegri málsókn eða fulltrúamálsókn.

Nálgast má rafrænan vettvang Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til lausnar deilumálum á Netinu á slóðinni http://ec.europa.eu/odr.

 

ALMENNT

Þú samþykkir að engin samvinna, samstarf eða atvinnusamband sé til staðar á milli þín og okkar eða Samstæðufélaga okkar vegna þessara Skilmála eða aðgangs þíns að Upplýsingunum okkar.

Þú samþykkir að Travelscape, LLC eða VacationSpot, SL (eða nokkur annar Samstæðufélagi samkvæmt okkar tilnefningu) skuli meðhöndlað af nokkrum skattayfirvöldum í neinni viðeigandi lögsögu sem söluaðili Hótelpöntunar fyrir Fyrirframgreiddar bókanir og Pakka vegna VSK (virðisaukaskatts) í samræmi við EB-tilskipun 2006/112/EC.

Framkvæmd okkar á þessum Skilmálum lýtur fyrirliggjandi lögum og lagaferlum og ekkert í þessum Skilmálum takmarkar rétt okkar til að uppfylla kröfur eða tilmæli löggæslu eða annarra yfirvalda í tengslum við notkun þína á Upplýsingunum okkar eða upplýsingum sem okkur eru látnar í té eða við söfnum í tengslum við slíka notkun.

Við getum framselt réttindi okkar og skyldur samkvæmt þessum Skilmálum til annars fyrirtækis en það mun ekki hafa áhrif á réttindi þín og skyldur samkvæmt þessum Skilmálum. Þú mátt því eingöngu framselja réttindi þín og skyldur samkvæmt þessum Skilmálum til annars einstaklings að fyrir liggi skriflegt samþykki okkar.

Að því marki sem viðeigandi lög leyfa samþykkir þú að þú munir leggja fram hverja þá kröfu eða málssókn sem hlýst af eða tengist aðgangi þínum eða notkun á Upplýsingunum okkar innan tveggja (2) ára frá þeirri dagsetningu þegar slík krafa eða málssókn kom upp, eða slík krafa eða málssókn fyrnist með óafturkræfum hætti.

Ef einhver hluti þessara Skilmála reynist vera ógildur, ólöglegur eða óframkvæmanlegur skal það ekki hafa nein áhrif á gildi, lögmæti og framkvæmanleika annarra ákvæða. Brestur eða töf á framkvæmd einhverra ákvæða í þessum Skilmálum af okkar hálfu á einhverjum tíma fyrirgerir ekki rétti okkar til að framfylgja sömu ákvæðum eða öðrum ákvæðum í framtíðinni.

Þessir skilmálar (og allir aðrir skilmálar og skilyrði sem vísað er til hér) fela í sér samninginn í heild sinni á milli þín og okkar hvað varðar Upplýsingarnar okkar og allar Bókanir og þeir ganga framar öllum fyrri eða núverandi yfirlýsingum og tilboðum, hvort sem þau eru rafræn, munnleg eða skrifleg, á milli þín og okkar varðandi Upplýsingarnar okkar og/eða Bókanir. Hægt skal vera að leggja fram prentað eintak af þessum Skilmálum og öllum tilkynningum sem sendar eru með rafrænum hætti, vegna dóms og stjórnsýslumála sem grundvallast á eða tengjast þessum Skilmálum að sama marki og samkvæmt sömu skilyrðum og önnur viðskiptaskjöl og -skrár sem upphaflega voru búin til á prentuðu formi.

Skálduð heiti á fyrirtækjum, vörum, fólki, persónum og/eða gögnum sem minnst er á í Upplýsingunum okkar eiga ekki að standa fyrir neina raunverulega einstaklinga, fyrirtæki, vörur eða tilvik.

Allur réttur sem ekki er gagngert veittur hér er áskilinn.

UPPLÝSINGAR UM OKKUR

Travel Partner Exchange S.L. er með skráð aðsetur við Paseo Milicias de Garachico 1, Edificio Hamilton, oficina 79, 38002 Santa Cruz de Tenerife, Kanaríeyjum, Spánn.

Travelscape LLC er skráður söluaðili ferða í öllum neðangreindum fylkjum:

  • Skráningarnúmer í Kaliforníu: 2083930-50
  • Skráningarnúmer í Flórída: ST36407
  • Skráningarnúmer í Iowa: 677
  • Skráningarnúmer í Nevada: 20020759
  • Skráningarnúmer í Washington: 602-617-174

Skráning sem ferðasöluaðili í Kaliforníu er ekki háð samþykki fylkisins.

Skráning skatta í New York-fylki:

Söluskattsnúmer Travelscape (d/b/a Expedia Travel) í New York er 880392667 og hótelgistingarnúmer þess í New York er 033960.

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar:

Heimildarvottorð New York-fylkis

Heimildarvottorð New York-borgar

©2018 EXPEDIA, INC.    Allur réttur áskilinn.